Fjárhagsáætlun 2018; Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni; Kantsteinar og sandfok

Málsnúmer 201708068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15.
Umhverfiráð leggur til að lagður verði nýr kantsteinn við Sandskeið eins og fram kemur í framkvæmdatillögu ráðsins. Hvað varðar sandfok vísar ráðið til þess að þegar hefur verið óskað eftir flutningi á sjóvörn við Sandskeið til Vegagerðarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.