Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Grundargata 15, sandfok

Málsnúmer 201708052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:33.

Tekið fyrir erindi frá Ara Jóni Kjartanssyni og Elínu Ásu Hreiðarsdóttur, dagsett þann 21.08.2017, er varðar sandfok við Grundargötu 15 og óskað er eftir að mokað verði sandi úr fjörunni, sbr. sem var gert fyrir nokkrum árum síðan.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur til að farin verði þessi leið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 300.000 vegna ofangreinds.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fara í ofangreint verkefni og felur honum að finna svigrúm innan gildandi fjárhagsáætlunar 2017.