Frá Eyþingi; Áherslur í samgöngumálum

Málsnúmer 201708045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl.14:03, og sat hann þennan lið ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 15. ágúst 2017, þar sem fram kemur að hafin er vinna við næstu fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021 og samtímis vinnu við fjögurra ára verkefnaáætlun er stefna í samgöngumálum til 12 ára, 2018-2029 til endurskoðunar. Stjórn Eyþings hefur falið framkvæmdastjóra að taka saman áherslur svæðisins í samgöngumálum og leggja fyrir stjórn og óskað er eftir svari 16. ágúst s.l.


Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað og staðfesti byggðaráð afgreiðslu ráðsins á fundi sínum þann 9. ágúst s.l.

"Með rafpósti frá Vegagerð ríkisins, sem dagsettur er 16. júní 2017 fylgja umsóknareyðublöð vegna gerðar samgönguáætlunar fyrir árin 2018 - 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri unnu að gerð umsókna um verkefni sem skilað var inn 15. júlí 2017. Sem fundargagn er umsóknin frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Umsóknin byggist að mestu leyti á núverandi framkvæmd við Austurgarð og svo þeirri úttekt á viðhaldsþörf hafnarmannvirkja Hafnasjóðs sem unnin var fyrir hann á árinu 2015.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021."

Til umræðu ofangreint.


Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:16.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 15:00.

Á 831.fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl.14:03, og sat hann þennan lið ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 15. ágúst 2017, þar sem fram kemur að hafin er vinna við næstu fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021 og samtímis vinnu við fjögurra ára verkefnaáætlun er stefna í samgöngumálum til 12 ára, 2018-2029 til endurskoðunar. Stjórn Eyþings hefur falið framkvæmdastjóra að taka saman áherslur svæðisins í samgöngumálum og leggja fyrir stjórn og óskað er eftir svari 16. ágúst s.l. Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað og staðfesti byggðaráð afgreiðslu ráðsins á fundi sínum þann 9. ágúst s.l. "Með rafpósti frá Vegagerð ríkisins, sem dagsettur er 16. júní 2017 fylgja umsóknareyðublöð vegna gerðar samgönguáætlunar fyrir árin 2018 - 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri unnu að gerð umsókna um verkefni sem skilað var inn 15. júlí 2017. Sem fundargagn er umsóknin frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Umsóknin byggist að mestu leyti á núverandi framkvæmd við Austurgarð og svo þeirri úttekt á viðhaldsþörf hafnarmannvirkja Hafnasjóðs sem unnin var fyrir hann á árinu 2015. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021." Til umræðu ofangreint. Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:16.

Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar hugmyndir um áherslur Dalvíkurbyggðar í samgöngumálum.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samantekt og felur sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að senda erindið inn.