Fjárhagsáætlun 2018; Frá Guðmundi Geir Jónssyni og fleirum; fjallgirðing á Árskógsströnd

Málsnúmer 201708041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar landbúnaðarráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Landbúnaðarráð - 113. fundur - 14.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd.
Landbúnaðarráð leggur til að kr. 2.500.000 verði lagðar til fjallgirðingarsjóðs eins og fram kemur í áætlun frá 2016 þar sem fram kemur að fjárhagslegum stuðningi líkur að hálfu sveitasjóðs árið 2020.
Samþykkt með fimm atkvæðum