Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra TÁT; Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsókn um að stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi

Málsnúmer 201708029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 13:00.


Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Akureyrarbæ hvað varðar umsókn um nám í tónlistarskóla utan lögheimilis:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

Til umræðu ofangreint.

Magnús vék af fundi kl.13:13.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög en málið er á dagskrá skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 28. ágúst n.k.
Byggðaráð bíður umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu til næsta fundar byggðaráðs.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4. fundur - 28.08.2017

Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsóknir um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 13:00. Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Akureyrarbæ hvað varðar umsókn um nám í tónlistarskóla utan lögheimilis: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl.13:13.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög en málið er á dagskrá skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 28. ágúst n.k. Byggðaráð bíður umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu til næsta fundar byggðaráðs."

Á 4. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, þann 28. ágúst 2017, var eftirfarandi bókað;
"Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsóknir um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir.