Fjárhagsáætlun 2018; Frá Bjórböðunum ehf., Vegagerð að Bjórböðunum

Málsnúmer 201708022

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð beinir því til umhverfisráðs að huga að því að setja ofangreinda vegagerð á framkvæmdaáætlun 2018.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum.
Umhverfisráð leggur til að farið verið í ofangreinda framkvæmd á árinu 2018 eins og fram kemur í framkvæmdartillögu ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.