Fjárhagsáætlun 2018; Frá Ragnari Þ. Þóroddssyni; Málverkasafn Brimars

Málsnúmer 201707021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu.

Menningarráð - 64. fundur - 21.09.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar".

Á 833. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu."

Menningarráð leggur til við byggðaráð að gert verði ráð fyrir fjármagni í skráningu í gegnum skráningarkerfið Sarp á öllum listaverkum í eigu Dalvíkurbyggðar í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Við skráningu á listaverkunum í Sarp verða þau betur aðgengileg fyrir almenning.

Þá leggur menningarráð til við stjórn Menningarhússins Bergs ses. að í tilefni 90 ára afmælis JS Brimars þann 13. júní 2018 verði haldin sýning á verkum hans í eigu Dalvíkurbyggðar.