Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila

Málsnúmer 201706152

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 218. fundur - 05.07.2017

Sviðsstjóri lagði fram til kynningar drög að markmiðum og viðmiðum um gæði vegna starfs frístundaheimila sem nú eru komin á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar verður opið samráð um drögin fram til 15. september 2017 en þá lýkur fresti til athugasemda.
Lagt fram til kynningar. Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla, falið að kynna forstöðumanni Frístundar drögin og mögulegar leiðir til að koma með tillögur að breytingum á þeim.