Gjaldskrá og afslættir - TÁT 2017

Málsnúmer 201705067

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3. fundur - 03.05.2017

Lagt fram til umræðu.
Umræðu frestað og frekari útfærslu óskað.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4. fundur - 28.08.2017

Magnús Guðmundur Ólafsson kynnti gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2017 - 2018 og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á henni.
Um er að ræða þrjár breytingar á núgildandi verðskrá. Það sem um ræðir er hækkun á hljóðfæraleigugjaldi úr kr. 8.597 í kr. 10.000, Kórgjald verði fellt niður og að systkinaafsláttur verði þannig að fyrsta barn greiðir fullt gjald, annað barn 80%, þriðja barn 60% og fjórða barn 40%.

Skólanefnd TÁT vísar tillögu að nýrri gjaldskrá til samþykkis í bæjarráði Fjallabyggðar og byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.