Segulspjöld

Málsnúmer 201705061

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 208. fundur - 09.05.2017

Þann 1. maí 2017 breytist útivistartími barna og unglinga samkvæmt lögum um barnavernd 92.gr. nr. 80/2002 en þar segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.

Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið ákvörðun um að gefa öllum grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð segulspjöld um útivistareglurnar.