Úthlutun úr Sprotasjóði 2017

Málsnúmer 201705043

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 216. fundur - 10.05.2017

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir styrk að upphæð kr. 675.000 sem Sprotasjóður úthlutaði skólanum í verkefnið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans og stýrt verður af Gunnhildi Birnisdóttur, verkefnastjóra sérkennslu í 1.-8. bekk. Verkefnið gengur út á markvissa þjálfun vinnsluminnis nemenda í 1.-4. bekk og gerð námsgagna í þeim tilgangi.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 220. fundur - 11.10.2017

Sviðsstjóri kynnti úthlutun úr Sprotasjóði að upphæð kr. 675.000 til þróunarverkefnis í Dalvíkurskóla sem ber heitið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans. Gunnhildur Helga Birnisdóttir, verkefnastjóri sérkennslu í 1.-8. bekk leiðir verkefnið.
Fræðsluráð fagnar úhlutuninni og þakkar Gunnhildi frumkvæði hennar í skólaþróun.
Guðrún Halldóra, Þuríður, Freyr og Gunnþór fóru af fundi klukkan 9:30.