Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um tilfærslu fjármuna milli stofnanna Dalvíkurbyggðar 2017

Málsnúmer 201704098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 819. fundur - 27.04.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. apríl 2017, þar sem óskað er eftir tilfærslu á kr. 11.200.000 sem áætlaðar voru á deild 31160 vegna endurnýjunar á þaki Dalvíkurskóla, en eftir skoðun er það mat Eignasjóðs að hægt sé að fresta þessari framkvæmd um eitt ár. Í staðinn er þess óskað að þessir fjármunir verði færðir á Sundlaug Dalvíkur, deild 31240, og nýttir til endurbóta á sturtuklefum, búningsaðstöðu og öðrum endurbótum í tengslum við þá framkvæmd sem nú stendur yfir. Meðfylgjandi er fundargerð byggingarnefndar vegna endurbóta á sundlaug Dalvíkur frá 24.04.2017.



Til umræðu ofangreint.



Börkur vék af fundi kl. 13:28.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslu á viðhaldsáætlun Eignasjóðs að upphæð kr. 11.200.000, viðauki 7/2017. Þar sem um tilfærslu á milli liða er að ræða þá er ekki þörf á ákvörðun hvernig á að mæta þessum viðauka.