Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 201704048

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 89. fundur - 02.05.2017

Lögð fram til kynningar ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sam haldin var á Laugarbakka 2017.

Fræðsluráð - 216. fundur - 10.05.2017

Fundarboði fylgdi ályktun frá unmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Laugarbakka 5.-7. apríl 2017. Mál sem varða fræðsluráð eru ábending um nauðsyn þess að sálfræðiþjónusta standi til boða í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, krafa um meiri fræðslu um fjármál og um réttindi og skyldur á atvinnumarkaði og farið er fram á að fulltrúar ungmennaráða fái að sitja fundi hjá sem flestum nefndum innan sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð tekur undir ályktun ungmennaráðsins og hvetur til að fjármál og réttindi og skyldur á atvinnumarkaði séu tryggð í skólanámskrá grunnskólanna. Tryggja þarf sálfræðing sem hefur viðveru í skólum Dalvíkurbyggðar og er sviðsstjóra falið að vinna að því máli.
Guðrún Halldóra og Þuríður fóru af fundi klukkan 9:00.