Læsisráðgjöf Menntamálastofnunar til leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201704030

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 215. fundur - 12.04.2017

Menntamálastofnun býður leik- og grunnskólum ráðgjöf og stuðning er varðar læsi í leik- og grunnskólum. Áherslur skólaársins 2017-18 verða m.a. á eflingu málþroska, íslensku sem annað tungumál, fræðslu fyrir foreldra og að rýna í töluleg gögn og nýta þau til umbóta með gerð aðgerðaáætlana varðandi læsi. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni fyrir 30. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð mælir með að nú á vordögum verði settur á stofn vinnuhópur til að ljúka gerð læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Hann samanstandi af fulltrúum frá öllum skólum í Dalvíkurbyggð, fræðsluráði, bókasafni og skólaskrifstofu. Foreldrar verði umsagnaraðilar við gerð stefnunnar og óskað verði eftir leiðsögn læsisráðgjafa Menntamálastofnunar við gerð hennar. Skólastjórnendum og fræðsluskrifstofu falið að ákveða með frekari óskir um þjónustu læsisráðgjafanna.