Greiðslur vegna félags- og tómstundastarfs á Dalbæ fyrir aldraða

Málsnúmer 201703076

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 209. fundur - 13.06.2017

Tekið var fyrir erindi frá forstjóra Dalbæjar dags. 9. júní 2017 varðandi endurnýjun á samningi vegna aðkomu félagsþjónustu að félags- og tómstundastarfi á Dalbæ. Árið 2014 gerði Dalvíkurbyggð og Dalbær með sér samstarfssamning um að Dalbær býður upp á félags- og tómstundastarf fyrir aldraða íbúa sveitarfélagsins. Til að tryggja þessa starfssemi sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/91 greiðir félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar til Dalbæjar ákveðna vísitöluuppfærða upphæð árlega. Samningur þessi rann út í byrjun árs 2017.
Félagsmálaráð leggur til að samningur við Dalbæ verði endurnýjaður með hliðsjón af eldri samningi.