Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Áætlun vegna dekkjakurls

Málsnúmer 201701025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Hinn 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum.
Vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 86. fundur - 07.02.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Þann 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vísa þessu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að endurnýjun á gervigrasi sparkvallar verði forgangsverkefni á fjárhagsáætlun ársins 2018. Einnig telur ráðið mikilvægt að skemmdir sem eru á vellnum verði lagaðar svo hægt verði að tryggja öryggi og áframhaldandi notkun vallarins þar til endurnýjun hefur farið fram.