Frá Þroskahjálp; Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 201612067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 806. fundur - 21.12.2016

Tekið fyrir erindi frá Þroskahjálp, bréf dagsett þann 7. desember 2016, þar sem fram kemur að Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlum og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
Vísað til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og til félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 205. fundur - 10.01.2017

Lagt var fram erindi frá Þroskahjálp dags. 13. desember 2016 þar sem Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Afar mikilvægt er að sveitarfélög gæti þess sérstaklega við hönnun og byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk s.s. hvað varðar stærð íbúða og fjölda samliggjandi íbúða og við skipulag og framkvæmd þjónustunnar að sem best verði náð þeim markmiðum að fatlað fólk skuli fá tækifæri til að búa og taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og vað vera í eðlilegum tengslum við nærumhverfi sitt með sama hætti að aðrir eiga kost á.

Erindi þetta var tekið fyrir á 806 fundi byggðarráðs sem vísar erindinu til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk sem og til félagsmálaráðs.
Lagt fram til kynningar.