Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Frístund, ósk um breytingar á húsnæði Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201609044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 5. september 2016, þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði Dalvíkurskóla vegna færslu Frístundar úr Víkurröst í skólann. Lagt er til að Frístund verði þar sem nú er tölvustofa og tölvustofan verði í tengslum við bókasafn Dalvíkurskóla. Að auki sér skólastjóri fyrir sér samnýtingu á verkgreinastofnum og miðrými í Dalvíkurskóla.



Kostnaður við breytingar eru áætlaðar:



Uppþvottavél kr. 300.000

Framkvæmdir vegna færslu og breytinga á tölvustofu kr. 1.550.000 með vsk.



Alls kr. 1.850.000 með vsk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir liggur samþykki byggðaráðs á flutningi Frístundar úr Víkurröst í Dalvíkurskóla. Vísað til fræðsluráðs til upplýsingar.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 5. september 2016, þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði Dalvíkurskóla vegna færslu Frístundar úr Víkurröst í skólann. Lagt er til að Frístund verði þar sem nú er tölvustofa og tölvustofan verði í tengslum við bókasafn Dalvíkurskóla. Að auki sér skólastjóri fyrir sér samnýtingu á verkgreinastofnum og miðrými í Dalvíkurskóla.



Kostnaður við breytingar eru áætlaðar:



Uppþvottavél kr. 300.000

Framkvæmdir vegna færslu og breytinga á tölvustofu kr. 2.938.000.





Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir liggur samþykki byggðaráðs á flutningi Frístundar úr Víkurröst í Dalvíkurskóla. Vísað til fræðsluráðs til upplýsingar.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:33.
Byggðaráð vísar í afgreiðslu hér að ofan hvað varðar 6. lið, mál 201511067.