Umsókn um breytta notkun á Selá, Hauganesi.

Málsnúmer 201608042

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 280. fundur - 26.08.2016

Með rafpósti dags. 15. ágúst 2016 óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson eftir breyttri notkun á mannvirkjum að Selá, Hauganesi fyrir hönd eiganda.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna skráningu með fyrirvara um að húsnæðið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til húsnæðisins miðað við breytta skráningu. Sviðsstjóra ásamt slökkviliðsstjóra falið að gera úttekt á húsnæðinu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.