Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna vegtengingar á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá ásamt umhverfisskýrslu.

Málsnúmer 201607026

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,framlenging Böggvisbrautar til norðurs þar sem gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.