Innkomið erindi vegna óskar um lokun á vegtengingu við Böggvisstaði.

Málsnúmer 201607020

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Með innsendu erindi dag. 3. júní 2016 óska íbúar að Böggvisstöðum og íbúar við Böggvisbraut og Skógarhóla eftir því að vegtenging að Böggvisstöðum verði lokað samkvæmt meðfylgjandi erindi.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi og leggur til að veginum verði lokað til reynslu í eitt ár, en þó með möguleika að hægt sé að opna veginn við sérstök tilefni.

Umhverfisstjóra falið að útfæra lokunina, en ráðið leggur áherslu á hugað sé öryggi vegfarenda.

Samþykkt með fjórum atkvæðum

Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.