Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 201606127

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Með bréfi sem dagsett er 23. júní 2016, er vakin athygli á 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum en þar kemur fram að hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni kemur fram að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar. Vakin er athygli á því að Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa. Í bréfinu kemur fram að komið er að því að endurskoða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 14. janúar 2014.
Veitu- og hafnaráð felur sviðstjóra og yfirhafnaverði að skila inn tillögu að endurskoðaðri áætlun til ráðsins fyrir nóvember nk..

Veitu- og hafnaráð - 59. fundur - 01.03.2017

Með bréfi sem dagsett er 22. febrúar 2017 boðar Umhverfisstofnun að starfsmaður þess komi í reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kom einnig í bréfinu að slíkt eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum skal framkvæma að lágmarki á fimm ára fresti.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 73. fundur - 11.04.2018

Með bréfi sem dagsett er 20. mars 2018, kynnir Umhverfisstofnun áform sín um áminningu og gerir kröfu um úrbætur um móttöku og meðhöndlun farmleifa frá skipum.

Endurskoðuð áætlun barst frá Dalvíkurbyggð 5. janúar 2017. Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við áætlunina þess efnis að í hana vantaði tölur um magn og tegund úrgangs.

Leiðréttingar hafa ekki borist og hefur Umhverfisstofnun því ekki getað staðfest endurskoðaða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar frá 2016, eins og henni ber samkvæmt 3.mgr. 6.gr. reglugerðar 122/2014.

Umhverfisstofnun veitir Dalvíkurbyggð frest til 9. apríl 2018 til að bæta úr vanefndum og koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fyrirhugaðrar áminningar sbr. 13.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Sviðsstjóri hefur rætt við lögfræðing Umhverfisstofnunar vegna bréfs stofunarinnar og er nauðsyn á að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir helgi.
Sviðsstjóra falið að svara erindinu og koma umbeðnum upplýsingum til stofnunarinnar.