Endurmenntun starfsmanna 2016-2017

Málsnúmer 201606121

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Með fundarboði fylgdu tillögur að dagskrá fyrir endurmenntun starfsfólks grunnskóla og leikskóla Dalvíkurbyggðar nú á þessu hausti. Læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa sett skipulagið upp í samstarfi við fræðslusvið Dalvíkurbyggðar og skólayfirvöld í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar og umræðna. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og fagnar því að skólar sveitarfélagsins nýti sér þá þjónustu sem er í boði í tengslum við Þjóðarsáttmála um læsi. Einnig lýsir fræðsluráð yfir ánægju sinni með samstarf það sem Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð tóku upp um ofangreint mál.
Drífa og Gunnþór fóru af fundi klukkan 9:40.