Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201606116

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, ræddi gerð starfs- og fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2017.
Sviðsstjóri óskar eftir því við stjórnendur að þeir skili starfs- og fjárhagsáætlunum fyrir árið 2017 til hans fyrir lok ágústmánaðar n.k. Hann mun senda stjórnendum nauðsynleg gögn fyrir þá vinnu.

Menningarráð - 58. fundur - 27.09.2016

Undir þessum lið sátu Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðarsafnsins Hvols sem komu inná fundinn kl. 13:50.



Laufey vék af fundi kl. 14:20



Með fundarboði fylgdi tillaga að skiptingu fjárhagsramma 2017 á málaflokk 05 (Menningarmál)sem er innan samþykkts fjárhagsramma Byggðarráðs fyrir málaflokkinn.





Starfs og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017.



Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma og er samþykkt af Menningarráði.








Fræðsluráð - 209. fundur - 12.10.2016

Gísli, Gunnþór, Drífa og Þuríður komu inn á fundinn klukkan 8:30.
Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslusviðs ásamt drögum að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála(04).









Sviðsstjóri kynnti breytingu á skipuriti fræðslu- og menningarsviðs, en sú breyting snýr ekki að ábyrgðarsviði fræðsluráðs, ásamt drögunum að fjárhagsrammanum. Gísli Bjarnason, Drífa Þórarinsdóttir og Gunnþór E. Gunnþórsson kynntu starfsáætlanir sinna stofnana fyrir næsta ár. Á fundinum voru gerðar lítils háttar breytingar á starfsáætlun. Fræðsluráð samþykkir starfsáætlunina með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Umræðu um fjárhagsrammann er vísað til næsta fundar þegar endanlegur fjárhagsrammi liggur fyrir.
Þuríður fór af fundi klukkan 9:20.

Fræðsluráð - 210. fundur - 09.11.2016

Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála (04) fyrir árið 2017 og er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma.




Fræðsluskrifstofa
28.746.037

Fræðsluráð
1.696.903

Stuðningur
6.718.155

Krílakot
170.056.432

Dagvistun


Sameiginlegir liðir
200.004

Dalvíkurskóli
395.874.099

Árskógur
89.871.639

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga
32.593.280

Frístund
7.581.676

Ferðastyrkur v/náms
1.700.001

Umferðarskólinn
93.510

Framhaldsskólar Eyjafjarðar
3.607.354

Námsver
873.801

Samtals
739.612.891




Umræða varð um tölvutengingu í Dalvíkurskóla. Unnið er eftir fyrirliggjandi endurnýjunaráætlun og ekki er komið að endurnýjun á Multicid kerfinu fyrr en á árinu 2018. Sama kerfi er í notkun í Árskógarskóla og staðan þar er eins. Fræðsluráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum rammann eins og hann liggur fyrir.