Frá Thorp; Stefnumótandi vinnufundur sveitarstjórnar um ferðaþjónustu

Málsnúmer 201605135

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 779. fundur - 07.06.2016

Tekið fyrir bréf frá Thorp ehf. consulting, móttekið 26. maí 2016, þar sem fram kemur að mörg sveitarfélög standa nú frammi fyrir áskorunum tengdum ferðaþjónustu, sem fyrir nokkrum árum voru óþekktar, og að sum sveitarfélög hafa ákveðið að hefja markvissa stefnumótunarvinnu til að mæta þessum áskorunum. Thorp ehf. hefur unnið með nokkrum sveitarfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum að undanförnu að mótun og framkvæmd slíkra verkefna. Dalvíkurbyggð stendur nú þessi þjónusta til boða.
Lagt fram til kynningar.