Beiðni um viðauka vegna aukinna framlaga til Eyþings 2016.

Málsnúmer 201604129

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, frá 30. mars 2016, þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir framlagi til Eyþings árið 2016 vegna sóknaráætlunar að upphæð kr. 664.872 þar sem þessar upplýsingar um aukin framlög og kostnaðarþátttöku lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019. Einnig kemur fram að ársgjaldið hefur einnig hækkað frá árinu 2015. Samtals eru því kr. 745.472 sem vantar í fjárhagsáætlun á deild 21800.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 745.000 vegna Eyþings, vísað á deild 21800. Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.