(Möguleg)fórnarlömb mansals og velferðarþjónusta

Málsnúmer 201604049

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 198. fundur - 12.04.2016

Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst dags. 23. mars 2016 frá Velferðarráðuneytinu þar sem kynnt er að aðgerðaráætlun innanríkisráðherra gegn mansali hafi verið samþykkt í ríkisstjórn vorið 2013. Á grundvelli áætlunarinnar hafi fræðsluhópur staðið fyrir sameiginlegum fræðslufundum lögreglu, félagsþjónustu og sveitarstjórna um lagalega þætti mansals, einkenni hugsanlegra fórnarlamba og möguleg úrræði sem standa til boða. Ekki hefur fræðslan farið fram alls staðar og er því í bréfinu kynnt hvernig standa skal að málum vakni grunur um mansal.
Lagt fram til kynningar