Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar-upplýsingar

Málsnúmer 201603027

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir því helsta sem hefur verið á döfinni í skólanum að undanförnu og því sem til stendur á næstunni. Þar ber hæst þátttöku skólans í Nótunni, uppskeruhátið tónlistarskólanna, sem haldin verður fyrir Norðurland í Hofi n.k. föstudag. Þangað verða send fjögur atriði frá skólanum til að keppa um sæti í lokakeppni Nótunnar sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar.
Magnús vék af fundi klukkan 9:10