Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Snjómokstur 2016, beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201602098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 802. fundur - 27.10.2016

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 7. október s.l. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 12.000.000 vegna snjómoksturs, liður 10600-4948.



Um er að ræða viðauka nr. 30/2016.



Heimild á fjárhagsáætlun 2016 á deild 10600 er kr. 16.263.000 og er bókfærð staða nú kr. 16.605.528. Þarf af er liður 10600-4948 kr. 14.000.000 skv. fjárhagsáætlun en bókfærð staða er rk. 14.830.564.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30/2016, vísað á lið 10600-4948 í fjárhagsáætlun 2016. Ráðstöfun á móti þessari hækkun er lækkun á handbæru fé og lækkun á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs.