Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 201602028

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Gísli Bjarnason óskaði eftir að mega sitja undir þessum dagskrárlið og var það leyfi veitt.
Með fundarboði fylgdi áskorun og áminning frá Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanni barna, til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefndum um að setja málefni barna í forgang. Tilefni áskorunarinnar er sá niðurskurður sem fyrirhugaður er hjá Fræðslusviði Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður skorar m.a. á sveitarfélög að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Gísli fór af fundi klukkan 10:35.