Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir 2016

Málsnúmer 201601009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016 voru laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir fyrir árið 2016 ekki ákveðin þar sem ekki lágu fyrir forsendur kjarasamninga en laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir hafa fylgt breytingum samkvæmt kjarasamningi KJALAR og Sambands íslenskra sveitarfélaga.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útreikningar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á launum kjörinna fulltrúa og fundaþóknunum út frá nokkrum forsendum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi tillögu:

Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir hækki um 9,17% 1.1.2016 og svo um 5,5% þann 1.6.2016 skv.kjarasamningi KJALAR við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir verða tengdar við launaflokk 133, grunnlaun, skrifstofumaður IV.