Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Tilnefning fulltrúa sveitarfélaganna í Legatsjóð Jón Sigurðssonar.

Málsnúmer 201512065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 16. desember 2015, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna við Eyjafjörð um hvernig rétt þyki að standa að tilnefningu fulltrúa þeirra í stjórn Legatsjóðs Jón Sigurðssonar. Sjóðurinn starfar á grundvelli skipulagskrár og er markmið og tilgangur sjóðsins að styðja bágstadda á Eyjafjarðarsvæðinu á grundvelli ávöxtunar eigna sjóðsins og fjármagnstekna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til stjórnar Eyþings.