Niðurstaða úttektar Sjá á opinberum vefjum

Málsnúmer 201511138

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið Sjá séð um úttektir á opinberum vefjum fyrir hönd Innanríkisráðuneytisins en úttektirnar eru framkvæmdar annað hvert ár. Í úttektunum eru allir opinberir vefir skoðaðir miðað við innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Að auki er kannað hvernig staðið er að lýðræði og núna síðast var bætt við könnun á öryggismálum vefjanna. Gefin eru stig frá 1-100 og var Dalvíkurbyggð með 79 stig í könnuninni haustið 2015 en meðaltal sveitarfélagavefja á Íslandi var 64 stig. Árið 2013 var vefur Dalvíkurbyggðar með 89 stig. Heimasíða Dalvíkurbyggðar lækkar því um 10 stig á milli ára og vegur þar mest um aðgengi fyrir fatlaða á vefnum.



Með nýju vefumsjónarkerfi er vonast til að bæta úr þessu en í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð nýrri heimasíðu fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.