Fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð ?

Málsnúmer 201511137

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Stöðugt verður að huga að því að leita leiða til að fjölga störfum í Dalvíkurbyggð og auka fjölbreytni og er að mörgu að hyggja þar. Atvinnumála- og kynningaráð hefur fjallað um þá möguleika að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, verið er að vinna að auðlinda - og atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið auk þess sem unnið er með verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar.



Meðal annars hefur verið rætt um fjölgun opinberra starfa í sveitarfélaginu. A fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var það "Flutningur opinberra starfa" til umfjöllunar en í fundargerð kemur fram að framkvæmdastjóra sé falið að taka saman minnisblað um stefnu sambandsins um flutning opinberra starfa og byggðastefnu sambandsins. Sjá nánar á http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/DisplayMeeting.aspx?id=1511008F
Til umræðu.