Reglur um staðfestingu á gjaldskrám hitaveitna.

Málsnúmer 201510059

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 40. fundur - 21.10.2015

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tilkynnt Samorku að búið sé að skrifa undir nýjar reglur um staðfestingu á gjaldskrám hitaveitna, og senda þær til birtingar í Stjórnartíðindum. Reglurnar munu taka gildi við þá birtingu, væntanlega í lok október.



Forsaga málsins er sú að undanfarið hafa ný lög um starfsemi hitaveitna nokkrum sinnum verið á dagskrá hjá iðnaðarráðherra, en ráðuneytið hefur talið nauðsynlegt að auka formfestu við staðfestingu breytinga á gjaldskrám hitaveitna. Samorka hefur á hinn bóginn haldið því fram að ekki sé ástæða til að setja ný lög um hitaveitur, og að ágæt sátt ríki um núverandi fyrirkomulag. Þau drög að nýjum hitaveitulögum sem fram hafa komið hafa iðulega falið í sér stóraukið eftirlit og tilheyrandi gjaldtöku, að okkar mati af litlu tilefni.



Á síðasta ári varð það svo sameiginleg niðurstaða stjórnar Samorku og iðnaðar- og viðskiptaráðherra að í stað þess skyldi unninn einskonar gátlisti um gagnaskil hitaveitna. Í framhaldi af því var settur af stað starfshópur ráðuneytisins, Samorku og Orkustofnunar, sem unnið hefur að málinu síðan. Niðurstaðan úr þessari vinnu eru þær reglur sem nú hafa verið staðfestar.



Þess má geta að fagráð hitaveitna í Samorku hefur á öllum stigum málsins fjallað um það og verið með í ráðum. Auk þess voru reglurnar sendar til umsagnar til allra hitaveitna í Samorku.

Lagt fram til kynningar.