Drög að breytingu á lögum um vatnsveitur

Málsnúmer 201510058

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 40. fundur - 21.10.2015

Nú hafa verið birt til kynningar og umsagnar, drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.



Tilefni breytinganna eru nýlega fallnir dómar Hæstaréttar (mál nr. 396/2013 og 397/2013) þar sem fram kom þrengri túlkun á skyldu húseigenda til greiðslu vatnsgjalds en vatnsveitur sveitarfélaganna hafa almennt hingað til byggt gjaldtöku sína á.

Í framhaldi af úrskurðum og dómum um þau mál, þá sendi Samorka ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga erindi til innanríkisráðherra þar sem kallað var eftir nauðsynlegum lagabreytingum. Þá fór af stað samráðsferli í óformlegum starfshópi, þar sem ráðuneytið hefur unnið að frumvarpi þessu, með þátttöku fulltrúa Samorku, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagt fram til kynningar.