Frá Ó.K. Lögmönnum; varðar beiðni um aðgang að samþykktu tilboði og fylgigögnum tilboðs - niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál og áskorun frá Ó.K. Lögmönnum fyrir hönd Íslenska gámafélagins.

Málsnúmer 201510038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 646/2016 sem kveðinn var upp 20. september s.l. í máli þar sem Íslenska gámafélagið ehf. kærði með erindi þann 22. október 2015 synjun Dalvíkurbyggðar dagsett þann 16. október 2015 á beiðni um gögn og upplýsingar um samningsaðila og lægstbjóðanda í útboði Dalvíkurbyggðar " Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónusta við endurvinnslustöðvar 2015-2020" Í kæru er þess krafist að Dalvíkurbyggð verði gert að afhenda kæranda gögn og upplýsingar um Gámaþjónustu Norðurlands hf. í útboðinu en tilboði þess félags hafi verið tekið, sjá nánar á heimasíðu Úrskurðarnefndar um upplýsingamál http://www.unu.is/urskurdir/646-2016-urskurdur-fra-20-september-2016



Úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru að Dalvíkurbyggð skal afhenda kæranda, Íslenska Gámafélaginu ehf., útboðs- og verklýsingu, minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 22. júní 2015 og tilboðsskrá og tilboðsgögn Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna útboðs í verkið "Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónustu við endurvinnslustöð 2015-2020".



Með fundarboði fylgdi einnig áskorun frá ÓK Lögmönnum, f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf., dagsett þann 21. september s.l. en móttekin þann 27. september s.l. þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð er gefinn 15 daga frestur til afhendingar gagnanna, sbr. 7. gr. laga um aðför nr. 90/1989.



Til umræðu ofangreint.
Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ofangreindri áskorun um afhendingu gagnanna í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um uppýsingamál. Þessi niðurstaða byggir m.a. á 2 dómum sem fallið hafa: Hæstaréttarmál nr. 472/2015 Sveitarfélagið Ölfus gegn Íslenska gámafélaginu ehf. og Héraðsdómsmál nr. A-732/2015 Kaffitár gegn Isavia ohf. og því ekki taldar miklar líkur á að Dalvíkurbyggð myndi vinna málið fyrir dómi vegna þessa fordæma sem liggja fyrir.