Framtíðarrekstur Tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201510011

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

Íþrótta- og æskulýðsráð ræddi möguleikann á að bjóða út rekstur tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki heppilegt að bjóða út reksturinn að svo stöddu og leggur til að reksturinn verði með óbreyttu sniði næsta sumar.

Byggðaráð - 753. fundur - 15.10.2015

Á 71. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð ræddi möguleikann á að bjóða út rekstur tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki heppilegt að bjóða út reksturinn að svo stöddu og leggur til að reksturinn verði með óbreyttu sniði næsta sumar. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til íþrótta- og æskulýðsráðs að hugað verði að útboði á tjaldsvæðum Dalvíkurbyggðar á árinu 2016 með því markmiði að þessu verkefni verði útvistað á árinu 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 72. fundur - 03.11.2015

Byggðaráð beindi því til íþrótta- og æskulýðsráðs að hugað verði að útboði á tjaldsvæðum Dalvíkurbyggðar á árinu 2016 með því markmiði að þessu verkefni verði útvistað á árinu 2017.

Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun vinna drög að útboðsgögnum á árinu 2016 þannig að drög verði tilbúin fyrir sumarið, svo verði staðan tekin eftir sumarið aftur.