Endurnýjun á Gúmmíi sparkvallar

Málsnúmer 201509187

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

Íþrótta- og æskulýðsfultrúi kynnti stöðuna á sparkvellinum á Dalvík í ljósi umræðu um skaðsemi gúmmís á sparkvöllum á landinu. Í fjáhagsáætlun árið 2015 er gert ráð fyrir endurnýjun og hreinsum á gúmmíi sparkvallar og er vonast til að hægt verði að skipta því út fyrir veturinn, áætlaður kostnaður við slíka hreinsun er um 200.000.- Áætlaður kostnaður við að skipta öllu gervigrasinu er um 4,5 milljónir. Íþróttafulltrúar landsins hafa rætt þessi mál mikið undanfarið og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fylgjast með þeirri umræðu og mun upplýsa ráðið um gang mála. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur samt ekki nauðsynlegt að fara í heildarskipti strax.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 75. fundur - 02.02.2016

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Um­hverf­is­stofn­un hef­ur fengið frá hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um þykja rann­sókn­ir benda til þess að ekki sé ástæða til að banna dekkjak­url. Lagt fram til upplýsinga.