Starfs- og fjárhagsáætlun 2015; Stöðumat janúar - júlí 2015. Skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201508030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 743. fundur - 27.08.2015

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar fyrir janúar - júlí 2015 hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015.

Almennt er staðan metin í lagi með nokkrum undantekningum.





b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, dagsett þann 24. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir eftirtöldum viðaukum við fjárhagsáætlun 2015:

1. vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti, kr. 1.892.000.

2. kr. 300.000 vegna ræstinga á Kátakoti og vegna ræstinga á Krílakoti kr. 203.000. Um er að ræða hækkun á þjónustusamningi við verktaka í kjölfar hækkana í kjarasamningum.

3. vegna snjómokstur kr. 130.000 vegna Kátakots og kr. 200.000 vegna Krílakots.



Alls kr. 2.725.000.
a) Lagt fram til kynningar.

b) Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað í tengslum við stöðumat stjórnend fyrir janúar - júlí 2015 og beiðni leikskólastjóra Kátakots og Krílakots um viðauka:

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, dagsett þann 24. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir eftirtöldum viðaukum við fjárhagsáætlun 2015: 1. vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti, kr. 1.892.000. 2. kr. 300.000 vegna ræstinga á Kátakoti og vegna ræstinga á Krílakoti kr. 203.000. Um er að ræða hækkun á þjónustusamningi við verktaka í kjölfar hækkana í kjarasamningum. 3. vegna snjómokstur kr. 130.000 vegna Kátakots og kr. 200.000 vegna Krílakots. Alls kr. 2.725.000.



Afgreiðslu frestað.



Fyrir fundi byggðaráðs lágu umbeðnar viðbótarupplýsingar frá leikskólastjóra hvað ofangreint varðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viðauka til næsta stöðumats.