Viljayfirlýsing um vatnsaflvirkjun í Brimnesá.

Málsnúmer 201508020

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 35. fundur - 19.08.2015

Á fund sveitarstjóra kom Garðar Lárusson, frá Íslenskri Vatnsorku ehf, hann kynnti fyrirtækið áhuga þess að koma að byggingu vatnsaflsvirkjunar í Brimnesá.

Fyrir fundinum liggja drög að viljayfirlýsingu um framangreinda framkvæmd.
Afgreiðslu erindisins frestað.

Veitu- og hafnaráð - 40. fundur - 21.10.2015

Á 35. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. ágúst 2015 var fjallað um ofangreint mál þar sem fram kom eftirfarandi: "Á fund sveitarstjóra kom Garðar Lárusson, frá Íslenskri Vatnsorku ehf, hann kynnti fyrirtækið áhuga þess að koma að byggingu vatnsaflsvirkjunar í Brimnesá.

Fyrir fundinum liggja drög að viljayfirlýsingu um framangreinda framkvæmd."

Afgreiðslu málsins var frestað.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað og sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.