Viljayfirlýsing um samstarf.

Málsnúmer 201506149

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 35. fundur - 19.08.2015

Bjarni Th. átti fund með fulltrúum EAB á skrifstofu Fallorku þann 12.júní 2015. Fundur haldinn af tilstuðlan Andra Teitssonar frmkv.stj. Fallorku sem skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu á milli Fallorku og EAB á aðalfundi AFE þann 20.maí 2015. Fulltrúar EAB sendu drög að viljayfirlýsingu til Dalvíkurbyggðar í framhaldinu til skoðunar.
Afgreiðslu erindisins frestað.

Veitu- og hafnaráð - 40. fundur - 21.10.2015

Á 35. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. ágúst 2015 var fjallað um ofangreint mál þar sem fram kom eftirfarandi:

"Bjarni Th. átti fund með fulltrúum EAB á skrifstofu Fallorku þann 12.júní 2015. Fundur haldinn af tilstuðlan Andra Teitssonar frmkv.stj. Fallorku sem skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu á milli Fallorku og EAB á aðalfundi AFE þann 20.maí 2015. Fulltrúar EAB sendu drög að viljayfirlýsingu til Dalvíkurbyggðar í framhaldinu til skoðunar."

Veitu- og hafnaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað og sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.