Ytra mat á skólum 2015

Málsnúmer 201505155

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 193. fundur - 03.06.2015

Með fundarboði fylgdu drög að skýrslu um ytra mat 2014-2015 sem fræðsluskrifstofan hefur tekið saman vegna Káta- og Krílakots, Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.



Nú í júní munu bætast vissir þættir við skýrsluna og verður hún því lögð aftur fram á næsta fundi ráðsins.



Fræðsluráð - 194. fundur - 29.06.2015

Skýrsla um ytra mat Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Káta- og Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar var lögð fyrir fundinn. Skýrslan er unnin af fræðsluskrifstofu.



Ákveðið var að skoða ytra mat Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar á næsta fundi þar sem Magnús skólastjóri skólans hafði boðað forföll og sat ekki fundinn.
Fræðsluráð þakkar fyrir þær upplýsingar sem skýrslan veitir.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Drífa Þórarinsdóttir fóru af fundi.