Lækkun gjalds fyrir móttöku á úrgangi frá skipum samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014

Málsnúmer 201504124

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 30. fundur - 27.05.2015

Eftirfarandi póstur er áframsendur á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands að beiðni Umhverfisstofnunar.



Í honum koma fram neðangreindar upplýsingar. Hvenær er réttmætt að lækka gjald fyrir móttöku á úrgangi frá skipum samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum?



Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum má lækka gjald samkvæmt 1. gr. reglugerðarinnar ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð.

Lagt fram til kynningar.