Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504021

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 262. fundur - 10.04.2015

Með bréfi dags. 07.apríl 2015 óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 6, Dalvík eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir innsend gögn með fyrirvara um að umsækjandi skili inn vottun á gæðastjórnunarkerfi og eins að sérteikningar af viðbyggingu verði lagðar inn.

Ráðið felur sviðsstjóra að grendarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir næstu nágrönnum.