Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna uppfærslu á NAV.

Málsnúmer 201503224

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 731. fundur - 09.04.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 8. apríl 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 350.000 á deild 32-19 vegna uppfærslu á NAV bókhalds - og upplýsingakerfi þar sem forsendubreytingar hafa orðið frá því í september í fyrra þegar unnið var að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Fram kemur að reynt verður að finna svigrúm á móti eins og hægt er en ekki liggur fyrir enn að svo gæti orðið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 350.000 á deild 32-19. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé- nema að hægt verði að finna svigrúm á móti eins og fram kemur í erindinu.