Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SMAN-hópsins á árinu 2015

Málsnúmer 201503138

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 186. fundur - 25.03.2015

Erindi barst frá Saman hópnum dags. 15. mars 2015 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forvarnarstarf SAMAN hópsins á árinu 2015. SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða forvarnir og velferð barna. Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sýna mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum.
Félagsmálaráð leggur til að keyptir verði seglar um útivistareglur og þeim dreift til grunnskólabarna í 1. og 6. bekk. Einnig að styrkja samtökin um 20.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.