Heimilisþjónusta

Málsnúmer 201503127

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 190. fundur - 08.09.2015

Félagsmálastjóri fór yfir málefni heimilisþjónustu Dalvíkurbyggðar. Erfiðlega hefur gengið að ráða starfsmenn til starfa og sumarið var erfitt en þónokkrir þjónustuþegar misstu þjónustu yfir sumartímann. Nú hefur umsóknum fjölgað mikið á árinu og duga stöðugildi heimilisþjónustu samkv. heimildum sveitarfélagsins ekki til.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að sækja um viðbótar stöðuhlutfall til byggðaráðs svo hægt sé að veita öllum þjónustu.