Frá Dalvíkurskóla; Beiðni um styrk vegna Skólahreystis.

Málsnúmer 201503118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:43 vegna vanhæfis.



Tekið fyrir erindi frá Ásu Fönn Friðbjarnardóttur f.h. Dalvíkurskóla, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2015, þar sem fram kemur að lið Dalvíkurskóla vann Norðurlandskeppnina í Skólahreysti og mun liðið fara þann 22. apríl n.k. til Reykjavíkur og keppa þar. Til þess að þetta verði mögulegt þá þarf skólinn styrk til að borga meðal annars rútu/r. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 upp í rútukostnað.
Byggðarráð óskar liði Dalvikurskóla til hamingju með árangurinn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá skólastjóra um ofangreint erindi í samræmi við umræður á fundinum.



Guðmundur kom inn á fundinn að nýju kl. 14:48.

Byggðaráð - 732. fundur - 22.04.2015

Gunnþór kom á fundin að nýju kl. 13:46.



Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"5. Frá Dalvíkurskóla; Beiðni um styrk vegna Skólahreystis. - 201503118



Tekið fyrir erindi frá Ásu Fönn Friðbjarnardóttur f.h. Dalvíkurskóla, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2015, þar sem fram kemur að lið Dalvíkurskóla vann Norðurlandskeppnina í Skólahreysti og mun liðið fara þann 22. apríl n.k. til Reykjavíkur og keppa þar. Til þess að þetta verði mögulegt þá þarf skólinn styrk til að borga meðal annars rútu/r. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 upp í rútukostnað.

Byggðarráð óskar liði Dalvikurskóla til hamingju með árangurinn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá skólastjóra um ofangreint erindi í samræmi við umræður á fundinum. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 17. apríl 2015, þar sem fram kemur að búið er að safna fyrir rútukostnaði að upphæð kr. 225.000 með styrkjum frá fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Fram kemur að skólastjóri mun láta annan kostnað rúmast innan fjárhagsramma skólans, s.s. laun starfsmanns og fæðiskostnað starfsmanns og foreldris.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, á grundvelli ofangreindra upplýsinga, að hafna beiðni um styrk / viðauka við fjárhagsáætlun 2015 þar sem ekki liggur fyrir aukin þörf.



Byggðaráð óskar liði Dalvíkurskóla til hamingju með árangurinn og áframhaldandi góðs gengis í úrslitum.