Formleg beiðni um styrk

Málsnúmer 201502074

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 190. fundur - 18.03.2015

Tekin var fyrir beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna dagsett 11. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við keppnina. Skólar sveitarfélagsins hafa ekki verið að taka þátt í keppninni en hún er áhugaverð og getur hvatt til sköpunar sem er lykilþáttur í skólastarfi.
Fræðsluráð leggur til að verkefnið verði styrkt um 45.000 kr. og vísar þeirri beiðni til byggðaráðs þar sem þetta er ekki inni í fjárhagsáætlun ráðsins.Jafnframt leggur fræðsluráð til að grunnskólar sveitarfélagsins taki þátt í keppninni.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Undir þessum lið vék formaður byggðarráðs af fundi kl. 14:21 vegna vanhæfis og Heiða Hilmarsdóttir tók við fundarstjórn.Á 190. fundi fræðsluráðs þann 18. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"3. Formleg beiðni um styrk - 201502074

Tekin var fyrir beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna dagsett 11. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við keppnina. Skólar sveitarfélagsins hafa ekki verið að taka þátt í keppninni en hún er áhugaverð og getur hvatt til sköpunar sem er lykilþáttur í skólastarfi.

Fræðsluráð leggur til að verkefnið verði styrkt um 45.000 kr. og vísar þeirri beiðni til byggðaráðs þar sem þetta er ekki inni í fjárhagsáætlun ráðsins.Jafnframt leggur fræðsluráð til að grunnskólar sveitarfélagsins taki þátt í keppni"

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni á þeim forsendum að byggðarráði er ekki kunnugt um að grunnskólar Dalvíkurbyggðar séu þátttakendur í keppninni og hafi ekki verið.

Byggðarráð tekur undir hvatningu fræðsluráðs að hugað verði að þátttöku í keppninni og fræðsluráð hugi að því síðar að styrkja verkefnið og gera þá ráð fyrir því í starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.Gunnþór kom á fundinn að nýju kl.14:41.